Thursday, September 19, 2013

Hittingur laugardaginn 28 september klukkan 10.00 - litlu Kaffistofunni á Sandskeiði.


Fellin heilla í september

 

Kæru göngufélagar nú er komið að næstu fellaferð

Búrfell í Grímsnesi varð fyrir valinu að þessu sinni.

 

Búrfell í Grímsnesi er forn gígur með vatni í sem myndast hefur við þeytigos.

Þjóðsögur herma að göng séu milli gígsins á Búrfellsfjalli og Kersins í Grímsnesi

 og þar þar búi Nykur, en það er grár hestur í sem hófarnir og eyrun snúa öfugt á.
 



Útsýnið af Búrfelli er frábært

Maður sameinar Þingvallavatn, Sogið, Ingólfsfjall, Hengilinn , Botnssúlur, Skjaldbreið,

Lyngdalsheiði, Laugavatn svo ekki sé minnst á Heklu, Tindfjöll, Þríhyrning og Eyjafjallajökul.

 

Það er ekki hægt að biðja um meira eftir:

Aðeins 430 m hækkun

Göngulengd um 7 km.

Göngutíma um 4. Klukkustundir  og eitthvað rúmlega með  smá kaffi stoppi

Það er því bara að leggja í hann, koma og vera með.

 

Sjá göngukort.


 

Við höfum  ákveðið að hafa hitting á litlu Kaffistofunni  Kl 10

Klukkan 10.10 höldum síðan  þar sem við hefjum gönguna.

Sem er við línuveginn skammt frá túnfæti Búrfellsbæjarinns.

                                                        

 
Sjáumst á laugardaginn  28.09 n.k. í litlu Kaffistofunni  kl. 10.00
 
Með göngukveðju
Gestur fararstjóri og Svava Björk ritari GÖIG
 
hér sjáið þið Nykur og lýsingu á honum.
 

 
 
 

Meðfylgjandi eru myndir frá fellagöngunni okkar frá því í ágúst

Meðalfell á menningarnótt laugardaginn 24.08

 

Það var fámennur en góður hópur sem skellti sér úr suddanum í Reykjavík

Í góða verðrið á Miðfell í Kjós – Sjón er sögu ríkari.



                             Svona tók fellið á móti okkur – Ekki til ský og engin úrkoma – Veðrið hvað.

Það skal tekið fram að þessi mynd er tekin úr bílnum á ferð.



                                                     Toppnum náð -  Tími til að næra sig.

 


                            Ekki hægt annað en að setjast niður og horfa á dýrðina – Þvílík sveit

 


Glæsilegt útsýni af ekki hærra felli – Maður vill helst ekki fara aftur niður.


Kærar þakkir fyrir okkur  Gestur farastjóri og Svava Björk ritari GÖIG og ljósmyndarinn

 
 
 

 


No comments:

Post a Comment